Ragnar Axelsson: Human: Qerndu Gallery, Reykjavík
"After accompanying Arctic hunters for almost forty years, witnessing the changes in Greenland’s sea ice, and sensing friends’ and hunters’ worries about their future, one cannot look away."
For the first time, Ragnar Axelsson's powerful portfolio of images shortlisted for Human, the 2023 cycle of the Prix Pictet photography award for global sustainability, will be exhibited as a standalone collection at Qerndu Gallery in Reykjavík, Iceland.
Comprising ten black-and-white photographs, Human: Where the World is Melting captures the resilience of people living in the Arctic regions where climate change is happening more quickly than anywhere else on Earth.
These images, which have travelled the globe as part of the Prix Pictet: Human group exhibition since 2023, bear witness to the challenges and enduring spirit of communities at the edge of a changing world.
Qerndu Gallery is located on Laugavegur 3, 101 Reykjavík. Entrance located in the underpass, up to the second floor. Open weekdays from 10 am to 5 pm, and by appointment.
Sýning á framlagi Ragnars Axelssonar til samsýningarinnar Prix Pictet – Human verður opnuð næstkomandi föstudag í Qerndu galleríi við Laugaveg 3, 2. hæð, klukkan 17.00.
Myndir RAX eru úr verkefni hans Where the World is Melting – Þar sem heimurinn bráðnar og fjallar um þær miklu breytingar sem orðið hafa á landslagi og lífsháttum á norðurslóðum – á nyrstu mörkum mannabyggðar. Þær voru teknar á Grænlandi, Íslandi og í Síberíu. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi myndaröð er sýnd sérstaklega á Íslandi.
Pictet verðlaunin hafa verið veitt síðan 2008 til framúrskarandi ljósmyndara sem varpa ljósi á mikilvægi sjálfbærni í verkum sínum. Ragnar var valinn til að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni um verðlaunin árið 2022. Hún bar að því sinni yfirskriftina Human og var sjónum beint að tilvist manneskjunnar á tímum fordæmalausra og óafturkræfra breytinga. Ragnar var valinn úr hópi úr á annað þúsund þátttakenda í hóp tíu úrvalsljósmyndara sem þóttu fremstir í röð keppenda.
Myndir þessara tíu afburðaljósmyndara urðu að farandsýningu þar sem viðfangsefnið er sjálbærni á heimsvísu. Sýningin hefur undanfarin ár ferðast milli 15 safna í þremur heimsálfum, þar á meðal Victoria and Albert Museum í London, Fotografiska í Stokkhólmi og Museum of Photographic Arts í San Diego.
Qerndu gallerí er opið alla virka daga frá 10-17 og eftir samkomulagi. Gengið er inn í portið að Laugavegi 3 og upp á aðra hæð. Verið velkomin.
