Jökull — Viðhafnarútgáfa
Ragnar AxelssonJÖKULL – Ragnar Axelsson
Formála ritar Ólafur Elíasson
Viðhafnarútgáfa í takmörkuðu upplagi, 40 eintök í sérstöku hulstri. Bókinni fylgir árituð og númeruð ljósmynd (330×235 mm). 1/40.
Jökull eru óður til jökla á Íslandi, myndræn lofgjörð eftir hinn kunna heimildaljósmyndara Ragnar Axelsson. Ragnar ólst upp í grennd við jökla og hefur flogið vél sinni í ótal skipti yfir hjarnbreiður þeirra. Hann er því nátengdur freðanum sem hefur mótað land og hugarheim Íslendinga og heillað Ragnar allt fá öndverðu. Nær því óhlutdrægar svart-hvítar myndir og gagnorðir, íhugulir textar opna okkur sýn yfir form, áferð og mynstur jökla eins og þau birtast á flugi sem hefst ofar skýjum og lýkur við sjávarmál.
Ljósmyndirnar, sem teknar voru á undanförnum fimm árum, eru í senn jarðneskar og yfirskilvitlegar, ólgandi af krafti og kyrrstæðar, framandi og kunnuglegar. Örsmáar mannverur minna okkur í fyrstu á hversu jöklarnir eru víðáttumiklir en fyrr en varir skynjum við ekki lengur nein stærðarhlutföll og verðum í sífellu að endurmeta afstöðu okkar til þess sem ber fyrir augu – og hvað það er í raun og veru sem við erum vitni að. Smáatriði á yfirborði íssins, sem er á stöðugri hreyfinu, dregin skörpum dráttum með eldfjallaösku, leiða í ljós hversu náttúruöflin eru máttug en á sama tíma er ósýnilegur, óstöðvandi kraftur einnig að verki í jöklinum. Ekkert getur komið í veg fyrir að jöklar á Íslandi bráðni, hopi og hverfi. Eftir tvær aldir mun hvergi sjá þeirra merki.
200 bls.
134 ljósmyndir
345×240 mm.
Prentað í þrílit
—
Formáli Ólafur Elíasson
Lokaorð Tómas Guðbjartsson
—
Hönnun og umsjón:
Einar Geir Ingvarsson
€ 965 incl. VAT