0

Currency converter

Hetjur norðurslóða

Ragnar Axelsson
Hetjur Norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Ragnar Axelsson hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins.
 
Á Grænlandi er hundurinn svo ríkur þáttur í menningu og daglegu lífi að hann nánast rennur saman við samfélagið og náttúruna. Það tók Ragnar nokkur ár að átta sig fyllilega á mikilvægi hundsins í þessu samhengi og þessi bók er liður í að deila þeirri uppgötvun. 
 
Hetjur Norðurslóða hefur að geyma sögur veiðimanna af hundum sínum en án sleðahundsins hefði grænlenskt samfélag sennilega ekki náð að þrífast um aldir. Í bókinni eru mikilfenglegar ljósmyndir af sambýli hunda og manna á tímum loftslags- og samfélagsbreytinga. Elsta myndin er tekin árið 1986 og sú yngsta rétt ársgömul og saman segja þær frá hrikalegum umskiptum í náttúru manna og hunda á Grænlandi. Á síðustu tíu árum hefur hundunum fækkað úr þrjátíu þúsund í ellefu þúsund.
 
Grænlenski sleðahundurinn er hin sanna hetja Norðurslóða. Í bókinni sýnir Ragnar Axelsson okkur hversu stórbrotið þetta dýr er og órjúfanlegt vináttusamband veiðimanna sem eiga allt sitt undir náttúrunni. 
 
Bókverkið er afar vandað, í stærðinni 24×34 sm. og er 288 blaðsíður með 13 svart-hvítum ljósmyndum prentuðum í þrílit á Ítalíu.

288 bls.
138 ljósmyndir
240×340 mm.
Prentað í þrílit

Hönnun og umsjón:
Einar Geir Ingvarsson

 122 incl. VAT